Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 30. janúar 2003 kl. 14:47

Grindvíkingar fá „stóran“ liðstyrk

Körfuknattleikslið Grindavíkur mun á næstunni fá til liðs við sig nýjan erlendan leikmann og er hann væntanlegur til landsins í byrjun Febrúar. Predrag Pramenko heitir kappinn og er hann 28 ára, rúmlega tveggja metra Júgóslavi. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir í dag. Hann segir ástæðuna vera að mikið sé um meiðsli innan liðsins og að æfingahópurinn sé mjög fámennur.Friðrik sagði að Grindvíkingar gerðu sér hæfilegar vonir um leikmanninn enda hafi þeir fengið ágætis upplýsingar um kappann. "Hann á að vera góður spilari, jafnt inni í teig sem og fyrir utan. Við þurfum að hafa breiðari hóp fyrir úrslitakeppnina en við gerum ráð fyrir því að Pétur Guðmundsson komi inn aftur á næstunni og þá mun Guðlaugur Eyjólfsson byrja aftur á næstu dögum en þeir hafa átt við meiðsli að stríða", sagði Friðrik.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024