Grindvíkingar fá reyndan Þjóðverja
Grindvíkingar hafa ákveðið að semja ekki við Króatann Mario Mijatovic eftir að hafa haft hann til skoðunar í nokkra daga. Þetta kom fram í Morgunblaðinu.
Grindvíkingar gera sér hins vegar vonir um að næla í þýska miðjumanninn Michael Zeyer. Zeyer er á mála hjá þýska 3. deildarliðinu Düsseldorf og er 35 ára gamall. Hann hefur spilað 146 leiki í efstu deild í Þýskalandi með Kaiserslautern, Duisburg og Stuttgart og skoraði hann 14 mörk.
Grindvíkingar eru án stiga eftir fyrstu 3 umferðirnar en hafa lent í óheppilegum meiðslum. Alfreð Jóhannsson og Sveinn Þór Steingrímsson eru fótbrotnir, Ray Anthony Jónsson og Orri Freyr Hjaltalín eru með slitið krossband og spila því ekkert með í sumar og Guðmundur Andri Bjarnason er frá vegna meiðsla.
Grindvíkingar gera sér hins vegar vonir um að næla í þýska miðjumanninn Michael Zeyer. Zeyer er á mála hjá þýska 3. deildarliðinu Düsseldorf og er 35 ára gamall. Hann hefur spilað 146 leiki í efstu deild í Þýskalandi með Kaiserslautern, Duisburg og Stuttgart og skoraði hann 14 mörk.
Grindvíkingar eru án stiga eftir fyrstu 3 umferðirnar en hafa lent í óheppilegum meiðslum. Alfreð Jóhannsson og Sveinn Þór Steingrímsson eru fótbrotnir, Ray Anthony Jónsson og Orri Freyr Hjaltalín eru með slitið krossband og spila því ekkert með í sumar og Guðmundur Andri Bjarnason er frá vegna meiðsla.