Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar fá liðsstyrk
Þriðjudagur 29. júní 2004 kl. 10:24

Grindvíkingar fá liðsstyrk

Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í knattspyrnu hefur fengið Serbann Momir Mileta til reynslu. Þetta kemur fram á vefsvæði Morgunblaðsins.

Mileta, sem er 33 ára miðvallarleikmaður, er ekki alls ókunnugur íslenska boltanum þar sem hann lék með ÍBV sumarið 2000 og þótti standa sig vel. Þar skoraði hann þrjú mörk í 17 leikjum. Síðan hann yfirgaf Ísland hefur hannn spilað í Austurríki og Serbíu.

„Við ætlum að skoða Mileta næstu daga og sjá hvernig ástandið er á honum“, sagði Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur í samtali við Morgunblaðið.

Þá er Alfreð Jóhannsson væntanlegur til liðs við Grindavík á ný, en hann hefur verið í láni hjá 1. deildarliði Njarðvíkur í sumar og skorað 2 mörk í sjö leikjum og staðið sig vel. Það er ljóst að Grindvík ætlar að styrkja sig verulega fyrir átökin framundan, en það er kannski ekki vanþörf á því vegna þess að miðjumaður þeirra, Paul McShane er meiddur og er jafnvel talið að hann sé ristarbrotinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024