Grindvíkingar fá HK í heimsókn
Tækifæri að lyfta sér upp um nokkur sæti með sigri
Grindvíkingar fá í dag tækifæri til að lyfta sér eilítið upp töfluna í 1. deild karla er liðið fær HK í heimsókn.
Leikurinn er lokaleikur 7. umferðar en liðin sitja í 9. og 10. sæti deildarinnar, Grindavík með 7 stig en HK 6. Það er því von á hörkuleik þar sem bæði lið geta lyft sér upp í 6. sætið með sigri í kvöld.
Leikurinn hefst kl. 19:15 á Grindavíkurvelli.