Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Grindvíkingar fá erlendan leikmann
Mánudagur 26. ágúst 2013 kl. 11:32

Grindvíkingar fá erlendan leikmann

Íslandsmeistarar Grindavíkur í körfuknattleik hafa gengið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi átök. Samið hefur verið við Chris Stephenson sem lék með NC Ashville Bulldogs í 1. deild háskólaboltans. Chris útskrifaðist í fyrra og hóf tímabilið í Litháen en meiddist eftir nokkra leiki og þurfti því að snúa aftur til síns heima. Þar lék hann í sumar í hálfatvinnumannadeild og ætti því að skila sér á klakann í góðu formi. 

Chris er 190 cm á hæð, titlaður bakvörður en veldur oft á tíðum miklum usla inn í teig.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Hér má sjá myndband þar sem Chris sýnir hvað hann getur í körfubolta.