Grindvíkingar fá 2500 kr. fyrir hvert heimili frá Hringdu
Körfuknattleiksdeild Grindarvíkur og fjarskiptafyrirtækið Hringdu ehf. hefja samstarf.
Ljósnet Hringdu er í boði fyrir flest öll heimili í Grindavík. Af því tilefni hefur Hringdu ákveðið að styrkja körfuknattleiksdeild UMFG um 2.500 kr. á ári fyrir hvert heimili sem er með internettengingu hjá Hringdu.
JátvarðurJökull Ingvarsson framkvæmdastjóri Hringdu og Ásgerður Hulda Karlsdóttir gjaldkeri körfuknattleikdseildar UMFG skrifuðu undir samstarfsamning fyrir síðasta heimaleik Grindavíkur gegn Njarðvík í 4. liða úrslitum Dominosdeildarinnar.
„Við hjá UMFG fögnum þessu samstarfi við Hringdu. Ef að bæjarbúar kjósa að taka þátt í þessu með okkur, getur upphæðin sem greidd verður á fyrsta heimaleik næsta tímabils haft umtalsverða fjárhagslega þýðingu fyrir körfuknattleiksdeildina. Þarna er möguleiki á því að næla sér í háhraða internet á lægra veðri og styrkja félagið um leið“, sagði Jón Gauti framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar UMFG.