Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar eygja enn von á Pepsí deildar sæti
Jósef hefur skorað nokkur mikilvæg mörk í sumar
Föstudagur 14. ágúst 2015 kl. 09:00

Grindvíkingar eygja enn von á Pepsí deildar sæti

Sigur á Þrótturum myndi galopna toppbaráttuna

Þótt Grindvíkingar hafi lengi framan af sumri ekki litið út fyrir að verða á meðal efstu liða þegar 1. deild karla yrði gerð upp í september þá hafa þeir gulklæddu gert nóg til að vera ennþá í efri helming deildarinnar með tölfræðilega viðunnandi möguleika á því að leika í Pepsí deildinni sumarið 2016.

Grindavík situr þó enn sem komið er í 6. sæti með 24 stig eftir 15 umferðir og þurfa að byrja á því að leggja liðið í öðru sæti deildarinnar, Þrótt Reykjavík, í Laugardalnum annað kvöld til að hefja klifrið í átt að toppnum. 9 stig og fjögur sæti skilja liðin að en Þróttarar hafa einnig um heilmikið að spila en með sigri munu þeir nánast útiloka frekari möguleika Grindvíkinga á 2. sætinu og um leið styrkja stöðu sína í að minnsta kosti 5 stig á undan liðinu í þriðja sæti, en í besta falli skotist á toppinn ef Víkingur Ólafssvík misstígur sig gegn BÍ/Bolungarvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tomislav Misura, Jósef Kristinn Jósefsson og Alex Freyr Hilmarsson hafa verið á skotskónum fyrir Grindavík undanfarnar vikur en búast má því Grindvíkingar verði að hitta virkilega góðan leik til að leggja Þróttara á heimavelli þeirra.