Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Grindvíkingar eru sjúkir í titla núna,“ segir Sigurður G. Þorsteinssson
Fimmtudagur 26. maí 2011 kl. 15:20

„Grindvíkingar eru sjúkir í titla núna,“ segir Sigurður G. Þorsteinssson

- Langaði að prófa eitthvað nýtt

Eins og Víkurfréttir greindu frá í gær var gengið frá félagaskiptum þeirra Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar og Jóhanns Árna Ólafssonar til Grindavíkur. Sigurður skrifaði undir eins árs samning en Jóhann samdi til þriggja ára. Við heyrðum hljóðið í Sigurði Gunnari og spurðum hann um vistaskiptin.

Sigurður segir ákvörðunina alls ekki hafa verið erfiða, honum hafi litist vel á Grindvíkinga og fannst spennandi að prófa eitthvað nýtt. „Grindvíkingar eru sjúkir í titla núna og metnaðurinn er mikill hjá félaginu. Efstu lið deildarinnar voru inn í myndinni og ég vildi fara til liðs sem á möguleika á því að vinna titla,“ sagði Sigurður.

Hann segir möguleikann hafa verið fyrir hendi að vera áfram hjá Keflavík en hann hafi langað að prófa að spila annars staðar. Sigurður neitar því ekki að hugur hans leiti út fyrir landssteinana og í samningi hans við Grindavík er ákvæði um að ef að tilboð berist að utan þá megi hann fara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður telur að gaman verði að mæta sínum gömlu félögum í Keflavík og býst við skemmtilegum leikjum þegar að þessi lið muni mætast í vetur.

Myndir/UMFG: Sigurður og Jóhann handsala samninginn við Guðmund Andra Hjaltason formann körfuknattleiksdeildar UMFG

[email protected]