Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar enn þjálfaralausir
Fimmtudagur 27. maí 2010 kl. 11:06

Grindvíkingar enn þjálfaralausir

Þorsteinn Gunnarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur, vildi ekkert tjá sig um þjálfaramál karlaliðs félagsins þegar Víkurfréttir náðu af honum tali nú rétt í þessu. „No comment, við erum að vinna í þessum málum en getum ekkert sagt,“ sagði Gunnar en aðspurður sagðist hann ekki vita hvenær nýr þjálfari yrði kynntur til sögunnar. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa Guðjón Þórðarsson og Magnús Gylfason verið orðaðir við starfið.
Eins og kunnugt er var Lukas Costic rekinn í gær en hann hafði þá þjálfað liðið í um það bil eitt ár. Lítið hefur gengið hjá Grindvíkingum það sem af er sumri og eru þeir enn stigalausir á botni deildarinnar og hafa aðeins skorað eitt mark en fengið níu á sig í þeim fjórum leikjum sem búnir eru. Næsti leikur liðsins er gegn FH í Kaplakrika á mánudaginn og er ljóst að ef ekki verður búið að finna þjálfara fyrir þann leik mun Milan Stefán Jankovic, aðstoðar þjálfari liðsins, stýra liðinu í þeim leik. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-mynd/Sölvi Logason - Grindvíkingar í leik gegn Val á dögunum en það var síðasti leikur liðsins undir stjórn Lukas Costic.