Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 4. nóvember 1999 kl. 11:08

GRINDVÍKINGAR ENN TAPLAUSIR

Einar Einarsson og aðrir Grindvíkingar hljóta að brosa í kampinn þessa dagana. Auðveldur 90-76 sigur gegn Borgnesingum tryggði þeim efsta sætið o eru þeir nú eina taplausa liðið í deildinni. Brenton Birmingham hvetur landsmenn til að líta á 38 stiga meðaltalsskor sem eðlilegasta hlut hjá honum, ekki óvenjulegt afrek sem fæstir leikmenn ná á ferlinum. “Þetta var ekki fallegur leikur og varnarleikur okkar alls ekki nógu góður. Borgnesingar voru betri mestan hluta leiksins en við náðum að snúa leiknum okkur í hag þegar máli skipti, í lokin, og hala inn vinninginn” sagði Brenton í leikslok.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024