Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sunnudagur 26. október 2003 kl. 21:43

Grindvíkingar enn ósigraðir!

Grindavík bar sigurorð af Tindastóli 80-83 í Intersport-deildinni í kvöld. Grindvíkingar, sem spiluðu á útivelli, voru með yfirhöndina lungann úr leiknum ef frá er talinn kafli þar sem Stólarnir skoruðu 16 stig í röð og komust 8 stigum yfir. Gestirnir voru þó snöggir að vinna muninn upp og höfðu loks sigur eins og áður sagði.
Friðrik Ingi var ánægður með stigin tvö sem unnust eftir baráttuleik og tryggja Grindavík í toppsætinu eftir fjóra leiki án ósigurs.
Í liði Grindavíkur var Darrel Lewis stigahæstur með 24 stig og Daniel Trammel og Páll Axel Vilbergsson skoruðu 16 stig hvor, auk þess sem Trammel tók 14 fráköst.
Hjá Tindastóli voru erlendu leikmennirnir atkvæðamestir þar sem Clifton Cook skoraði 23 stig og Nick Boyd 22 og tók auk þess 11 fráköst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024