Grindvíkingar enn í fallsæti eftir jafntefli
Grindvíkingar eru enn í næst síðasta sæti Landsbankadeildarinnar eftir jafntefli við ÍA á heimavelli sínum, 1-1.
Leikurinn byrjaði rólega þar sem liðin þreifuðu fyrir sér við góðar aðstæður í frábæru veðri. Ekki dró verulega til tíðinda fyrr en á 21. mínútu þegar Þórður Þórðarson í marki Skagamanna braut á Grétar Hjartarsyni og uppskar víti að launum.
Grétar tók spyrnuna sjálfur og skoraði örugglega, staðan var 1-0.
Það sem eftir lifði af hálfleiknum fengu bæði lið góð færi.
Skagamenn skölluðu framhjá í upplögðu færi á 30. mínútu og skömmu síðar varði Albert Sævarsson meistaralega frá Hirti Hjartarsyni sem átti þrumuskalla eftir eina af mörgum hættulegum fyrirgjöfum Stefáns Þórðarsonar.
Á 32. mínútu varð Þórður í marki ÍA vel frá Paul McShane og á 39. mínútu skaut Grétar Rafn Steinsson framhjá galopnu marki Grindavíkur.
Áður en flautað var til leikhlés komust Grindvíkingar í ákjósanlegt færi eftir frábært spil. Óskar gaf á Orra Frey sem sendi á Paul McShane sem féll við í teignum. Grétar Hjartar fékk boltann í þröngu færi og náði ekki að gera sér mnat úr því.
Seinni hálfleikur fór rólega af stað og var ekki fyrr en á 59. mínútu sem líf færðist í tuskurnar. Þá fékk Stefán Þórðarson boltann á vinstri kanti, lék á Óðinn Árnason og gaf beint á Grétar Rafn Steinsson sem afgreiddi knöttinn viðstöðulaust í markið. Óverjandi fyrir Albert í marki Grindavíkur og staðan var jöfn, 1-1.
Það sem eftir lifði leiks komu liðin sér í mörg færi og hefðu bæði getað hirt stigin þrjú. Besta færið var á 89. mínútu þegar Orri Freyr Hjaltalín skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Dómurinn var umdeildur en þar við sat. Jafntefli var sanngjörn úrslit og var Eysteinn Hauksson, leikmaður Grindavíkur, sammála því í leikslok.
„Við hefðum getað fengið meira út úr leiknum en það má líka segja um Skagamenn. Jafntefli var sanngjarnt, en það dugar okkur skammt. Það hefur verið sagt að maður sjái sannan persónuleika manna í svona aðstæðum þannig að það kemur til með að reyna á hann hjá okkur í framhaldinu.“
Leikurinn byrjaði rólega þar sem liðin þreifuðu fyrir sér við góðar aðstæður í frábæru veðri. Ekki dró verulega til tíðinda fyrr en á 21. mínútu þegar Þórður Þórðarson í marki Skagamanna braut á Grétar Hjartarsyni og uppskar víti að launum.
Grétar tók spyrnuna sjálfur og skoraði örugglega, staðan var 1-0.
Það sem eftir lifði af hálfleiknum fengu bæði lið góð færi.
Skagamenn skölluðu framhjá í upplögðu færi á 30. mínútu og skömmu síðar varði Albert Sævarsson meistaralega frá Hirti Hjartarsyni sem átti þrumuskalla eftir eina af mörgum hættulegum fyrirgjöfum Stefáns Þórðarsonar.
Á 32. mínútu varð Þórður í marki ÍA vel frá Paul McShane og á 39. mínútu skaut Grétar Rafn Steinsson framhjá galopnu marki Grindavíkur.
Áður en flautað var til leikhlés komust Grindvíkingar í ákjósanlegt færi eftir frábært spil. Óskar gaf á Orra Frey sem sendi á Paul McShane sem féll við í teignum. Grétar Hjartar fékk boltann í þröngu færi og náði ekki að gera sér mnat úr því.
Seinni hálfleikur fór rólega af stað og var ekki fyrr en á 59. mínútu sem líf færðist í tuskurnar. Þá fékk Stefán Þórðarson boltann á vinstri kanti, lék á Óðinn Árnason og gaf beint á Grétar Rafn Steinsson sem afgreiddi knöttinn viðstöðulaust í markið. Óverjandi fyrir Albert í marki Grindavíkur og staðan var jöfn, 1-1.
Það sem eftir lifði leiks komu liðin sér í mörg færi og hefðu bæði getað hirt stigin þrjú. Besta færið var á 89. mínútu þegar Orri Freyr Hjaltalín skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Dómurinn var umdeildur en þar við sat. Jafntefli var sanngjörn úrslit og var Eysteinn Hauksson, leikmaður Grindavíkur, sammála því í leikslok.
„Við hefðum getað fengið meira út úr leiknum en það má líka segja um Skagamenn. Jafntefli var sanngjarnt, en það dugar okkur skammt. Það hefur verið sagt að maður sjái sannan persónuleika manna í svona aðstæðum þannig að það kemur til með að reyna á hann hjá okkur í framhaldinu.“