Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar endurnýja samninga við leikmenn
Þriðjudagur 25. janúar 2005 kl. 11:06

Grindvíkingar endurnýja samninga við leikmenn

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur endurnýjað samninga við nokkra af lykilmönnum sínum.
Þeir sem skrifa hafa undir samninga síðustu vikurnar eru  Eyþór Atli Einarsson, Sveinn Þ. Steingrímsson, Óskar Örn Hauksson og Alfreð E. Jóhannsson. Á heimasíðu félagsins lýsti Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar, yfir mikilli ánægju með að samningana og að næsta skref yrði að semja við yngri leikmennina og hlúa vel að efniviðnum sem þeir eiga í Grindavík. 

Grindvíkingar sömdu á dögunum við Boban Savic, 26 ára gamlan markvörð frá Serbíu, og segjast hvergi hættir í leikmannamálum þar sem nokkrir erlendir leikmenn eru í sigtinu þessa stundina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024