Grindvíkingar endurheimtu toppsætið
Í gærdag lauk 17. umferð í 1. deild karla í knattspyrnu þar sem Grindvíkingar endurheimtu að nýju toppsætið í deildinni með 3-0 sigri á Þór frá Akureyri. Grindvíkingar eru nú í toppsætinu með 41 stig en Þróttur Reykjavík sækir fast á hæla þeirra með 40 stig.
Mörk Grindavíkur í gær gerðu þeir Orri Freyr Hjaltalín, Andri Steinn Birgisson og Eysteinn Húni Hauksson.
VF-mynd/ Þorsteinn Gunnar Kristjánsson – www.grindavik.is