Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar endurgreiða stuðningsmönnum vegna tapsins gegn FH
Fimmtudagur 7. júlí 2011 kl. 13:53

Grindvíkingar endurgreiða stuðningsmönnum vegna tapsins gegn FH

Leikmenn Grindavíkur bjóðast til að endurgreiða þeim stuðningsmönnum liðsins sem borguðu sig inn á leik liðsins gegn FH í gærkvöldi. Grindvíkingar voru niðurlægðir í gær en lokatölur urðu 7-2 eftir að FH-ingar höfðu verið 5-1 yfir í leikhléi. Leikmennirnir ætla að bjóða öllum stuðningsmönnum Grindavíkur í grillveislu eftir æfingu liðsins á morgun (föstudag) um klukkan 19:00. Frá þessu er greint á fotbolti.net

Þeir stuðningsmenn sem mættu í Kaplakrikann og eiga miðann frá leiknum geta síðan fengið endurgreitt en sektarsjóður leikmanna mun borga þann kostnað.

,,Við erum með ágætis sektarsjóð sem á alveg að standa undir þessu," sagði Matthías Örn Friðriksson leikmaður Grindavíkur við Fótbolta.net í dag.

,,Þeir stuðningsmenn Grindavíkur sem eiga miðann ennþá geta komið og fengið hann endurgreiddan. Fólk á ekki að láta bjóða sér upp á svona spilamennsku svo þetta er smá sárabót fyrir þá sem komu og studdu okkur."

VF-Mynd: Ólafur Örn og lærisveinar hans fengu stóran skell í gær gegn FH
.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024