Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar einir á toppnum
Magnús Gunnarsson og félagar unnu ÍR-inga nokkuð örugglega.
Föstudagur 4. janúar 2013 kl. 21:46

Grindvíkingar einir á toppnum

- Njarðvíkingar töpuðu stórt

Bæði Grindvíkingar og Keflvíkingar unnu örugga sigra í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar eru einir á toppi deildarinnar eftir 89-74 sigur á Tindastól á heimavelli. Samuel Zeglinski var með 19 stig hjá Grindvíkingum í leiknum og Aaron Broussard var með 18 stig og 13 fráköst.

Grindavík: Samuel Zeglinski 19/9 fráköst/6 stoðsendingar, Aaron Broussard 18/13 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/8 fráköst/5 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ryan Pettinella 6/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 6/6 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar unnu ÍR-inga í Breiðholti 84-111 þar sem Michael Craion átti hrikalega öflugan leik, kappinn skoraði 32 stig og tók 19 fráköst. Nýji leikmaðurinn Billy Baptist skoraði svo 19 stig í leiknum og Magnús Gunnarsson var með 18 stig fyrir Keflavík.

Keflavík: Michael Craion 32/19 fráköst/3 varin skot, Billy Baptist 18/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 17, Valur Orri Valsson 16/8 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 12/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 3, Snorri Hrafnkelsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2/8 fráköst.

Njarðvíkingar áttu hins vegar afar slæman dag gegn Snæfellingum á heimavelli sínum í kvöld. Þeir þurftu að sætta sig við 70-101 tap þar sem þeir sáu varla til sólar. Snæfellingar byrjuðu með 0-12 áhlaupi og eftir það var eftirleikurinn frekar auðveldur fyrir Snæfellinga. Hjá Njarðvík var Ágúst Orrason með 19 stig. 

Njarðvík: Ágúst Orrason 19/5 fráköst, Marcus Van 16/10 fráköst, Nigel Moore 12/6 fráköst, Elvar Már Friðriksson 11, Oddur Birnir Pétursson 4, Friðrik E. Stefánsson 2/9 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Magnús Már Traustason 2, Maciej Stanislav Baginski 2.

Ágúst Orrason gegn sterkri vörn Snæfellinga í leiknum í kvöld.