Grindvíkingar einir á toppnum
Grindvíkingar sitja nú um stundarsakir einir á toppi Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Tindastól í kvöld á heimavelli. Lokatölur urðu 77 - 66 í Röstinni og atkvæðamestur Grindvíkinga í kvöld var Páll Axel Vilbergsson með 26 stig 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Guðlaugur Eyjólfsson setti svo 15 stig og Þorleifur Ólafsson var með 13 stig. Snæfellingar geta svo jafnað Grindvíkinga að stigum en þeir taka á móti Njarðvíkingum í Hólminum á morgun.