Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar eignuðust Íslandsmeistara í skák
Miðvikudagur 3. febrúar 2016 kl. 10:49

Grindvíkingar eignuðust Íslandsmeistara í skák

Stúlknasveit Hópsskóla í Grindavík fagnaði sigri á Íslandsmótinu í skák sem fram fór um helgina. Um er að ræða flokk 3.-5. bekks en í hópnum eru þær Ólöf María Bergvinsdóttir, Birta Eiríksdóttir, Svanhildur Röfn Róbertsdóttir og Helga Rut Einarsdóttir. Grindavík.is greinir frá þessu.

Umfjöllun skak.is um flokkinn:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Fyrirfram mátti búast við nokkuð jafnri keppni í þessum flokki. Tólf sveitir voru mættar til leiks og kom fljótlega í ljós að um helmingur þeirra gat stefnt að verðlaunasæti. Eftir fjórar umferðir af sex voru t.d. fjórar sveitir með 11.5 - 12 vinninga. Hópsskóli Grindavíkur var efstur fyrir síðustu umferðina með 15 vinninga. Rimaskóli kom næstur með 13 vinninga og Foldaskóli og Smáraskóli 12.5 vinning. Grindvísku stúlkurnar mættu Smáraskóla í gríðarlega spennandi viðureign. Eftir þónokkrar sviptingar endaði sú viðureign 2-2 og þar með ljóst að titillinn færi suður með sjó þar sem heimastelpunum í Rimaskóla tókst ekki að vinna 4-0 gegn sveit Salaskóla þrátt fyrir góða tilburði. Foldaskóli skaust upp í annað sæti með því að hala inn fjóra vinninga og Rimaskóli tók því bronsið. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Hópsskóla og til vitnis um mikið starf sem Siguringi Sigurjónsson hefur unnið. Öflugur foreldrahópur fylgir skáksveitinni sem gaman verður að fylgjast með á næstu árum.“