Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar eiga enn möguleika
Sunnudagur 15. september 2013 kl. 14:58

Grindvíkingar eiga enn möguleika

Grindvíkingar unnu stórsigur á liði KF í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Liðið sigraði 0-7 á útivelli þar sem Igor Stanojevic skoraði fjörgur mörk fyrir Grindvíkinga. Magnús Björgvinsson skoraði tvö og Juraj Grizelj eitt. Grindvíkingar voru einum fleiri allan seinni hálfleik og höfðu mikla yfirburði í leiknum.

Grindvíkingar féllu niður í 3. sæti deildarinnar með sigrinum vegna markatölu, en Víkingar unnu 16-0 sigur gegn Völsungi. Grindvíkingar verða að sigra KA í lokaleik tímabilsins og jafnframt treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024