Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 6. desember 2002 kl. 20:49

Grindvíkingar burstuðu nágrannaslaginn

Grindvíkingar sigruðu Njarðvík örugglega, 88:70, í Intersport-deildinni í körfuknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Grindavík. Staðan í hálfleik var 38:26 heimamönnum í hag. Þá töpuðu vængbrotnir Keflvíkingar, 81:78, fyrir ÍR í Seljarskóla en staðan þar í hálfleik var 42:39. Verða þetta að teljast óvæntustu úrslit umferðarinnar en ÍR liðið er þó að koma sterkt upp í síðustu leikjum og unnið KR og nú Keflvíkinga.Eftir umferðina eru Grindvíkingar og KR-ingar á toppnum með 14 stig en Keflavík, Njarðvík og ÍR koma næst með 12 stig. Liðið sem allir spáðu góðu gengi í deildinni er heldur betur að hiksta og hefur nú þegar tapað þremur leikjum af níu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024