Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 3. ágúst 2001 kl. 10:13

Grindvíkingar burstuðu Blikana

Grindvíkingar sóttu Blikana heim í Kópavoginn í gærkvöldi. Gestirnir byrjuðu betur og áttu mörg hættuleg færi. Fyrsta mark leiksins leit síðan dagsins ljós á 40. mínútu.
Scott Ramsey náði boltanum eftir að Atli Knútsson markvörður missti hann úr höndunum eftir þrususkot Grétars Hjartarsonar. Ramsey var ekki í vandræðum með að skora. Á 72. mínútu fengu Blikarnir vafasama vítaspyrnu og náðu að jafna. Eftir markið komust Blikarnir aftur inn í leikinn en á síðustu tíu mínútunum sýndu Grindvíkingar hvað í þeim býr, Paul McShane skoraði á 81. mínútu. Fimm mínútum seinna skoraði Grétar Örn Hjartarsson eftir þrumuskot Scott Ramsey í þverslánna. Á loka mínútu leiksins skoraði Sinica Kekic. Stuttu seinna átti Albert Sævarsson sjálfsmark og kom Breiðablik yfir. Grindvíkingar eru í 5. sæti Íslandsmótsins með 18 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024