Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar Bílavíkurmeistarar
Fimmtudagur 21. júlí 2005 kl. 11:11

Grindvíkingar Bílavíkurmeistarar

Njarðvík og Grindavík léku í gærkvöldi til úrslita í Bílavíkurmótinu í körfuknattleik. Grindvíkingar sigruðu í leiknum, 78-68, þar sem þeir Páll Kristinsson, fyrrum leikmaður Njarðvíkur og nafni hans Páll Axel Vilbergsson fóru mikinn.

Njarðvíkingar leiddu leikinn að loknum 1. leikhluta 23-18 en Grindvíkingar fóru með eins stigs forystu í hálfleik, 38-39.

Heimamenn áttu slakan kafla í upphafi fyrri hálfleiks og Grindvíkingar gengu á lagið og breyttu stöðunni í 52-61 að loknum 3. leikhluta. Njarðvíkingar náðu þó að klóra í bakkann og jafna leikinn 66-66 í 4. leikhluta en lengra komust þeir ekki og Grindvíkingar sigruðu í leiknum 68-78 og gerðu 12 stig á móti tveimur frá Njarðvík síðustu fjórar mínúturnar í leiknum.

Tölfræði leiksins

Keflvíkingar töpuðu gegn Fjölni, 96-80 í leik um 3. sætið í leik þar sem Magnús Gunnarsson var atkvæðamestur Keflvíkinga. Gunnar Stefánsson og Halldór Halldórsson áttu einnig ágætan leik.

Tölfræði leiksins

Njarðvíkingar stefna að því að gera Bílavíkurmótið að árlegum viðburði og því ljóst að Grindvíkingar eiga titil að verja næsta sumar. Óskar Ófeigur Jónsson sá um tölfræði mótsins.

www.umfn.is/karfan

VF-mynd/ Atli Már, [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024