Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar auka forskotið
Föstudagur 6. júlí 2007 kl. 01:45

Grindvíkingar auka forskotið

Grindvíkingar styrktu enn stöðu sína á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu með 0-2 sigri í grannaslag gegn Reyni. Leikurinn á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði var fyrsti leikur liðanna í deildarkeppni í 18 ár að því er segir á heimasíðu Reynis.

Grindvíkngar voru sterkari aðilinn í leiknum lengs af, eins og var við að búast, þar sem þeir stefna hraðbyri upp í úrvalsdeild á meðan Reynismenn hafa ekki komist almennilega á skrið í sumar.

Í lok tíðindalítils fyrri hálfleiks var Paul McShane vikið af velli eftir að hafa stuggað við Reynismanninum Jóhanni Magna Jóhanssyni.

Einum fleiri áttu heimamenn möguleika á að ná óvæntum úrslitum en það fór allt fyrir róða á 3. mínútu síðari hálfleiks þegar Andri Steinn Birgisson kom Grindavík yfir með marki úr vítaspyrnu.

Scott Ramsey, sem eitt sinn lék fyrir Reyni, gerði svo út um leikinn stuttu síðar þegar hann gerði gott mark úr aukaspyrnu og staðan var orðin 0-2.

Reyndir leikmenn Grindvíkinga létu ekki snúa á sig eftir það og vörðust vel. Þeir voru raunar ekki langt frá því að auka muninn enn frekar þegar Atli Jónasson í marki Reynis verði vel frá Ivan Firer sem var kominn einn inn fyrir.

Saðan hélst óbreytt frá því og Grindavík með sex stiga forskot á toppnum.

Staðan í deildinni

 

Víðir lék einnig í 3. deild í kvöld og vann sannarlega stórsigur, eða 14-0. Slvaisa Mitic gerði fimm markanna, Atli Rúnar Hólmbergsson og Þórir Rafn Hauksson þrjú hvor. Björn Bergmann Vilhjálmsson gerði tvö og Haraldur Axel Einarsson gerði það síðasta.

 

Staðan í deildinni

 

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024