Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar áttu seinni hálfleik
Ólafur var sjóðandi heitur í kvöld.
Fimmtudagur 27. mars 2014 kl. 20:47

Grindvíkingar áttu seinni hálfleik

Leiða 2-1 gegn Þórsurum

Grindvíkingar unnu öruggan 20 stiga sigur á Þórsurum í kvöld, 87-67, þegar liðin mættust í þriðja sinn í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Grindvíkingar sem léku á heimavelli að þessu sinni leiða nú 2-1 í rimmunni og þurfa einungis sigur í Þorlákshöfn í næsta leik til þess að tryggja farseðilinn í undanúrslit.

Leikurinn var tíðindalítill í upphafi og bæði lið voru að hitta fremur illa. Barátta og varnarleikur var hins vegar til fyrirmyndar en staðan var 36-36 í hálfleik. Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson mætti með miðið í lagi í seinni hálfleik en hann sallaði niður fjölmörgum þriggja stiga körfum og kveikti neista hjá Grindvíkingum sem völtuðu yfir Þórsara í síðari hálfleik. Hægt og bítandi náðu meistararnir að auka forskotið og úr varð öruggur sigur eins og áður segir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ólafur átti stórleik hjá Grindvíkingum en hann skoraði 29 stig og tók auk þess 12 fráköst. Lewis Clinch var svo með 24 stig.

Tölfræðin:

Grindavík: Ólafur Ólafsson 29/12 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 24/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 11, Ómar Örn Sævarsson 9/12 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/12 fráköst, Kjartan Helgi  Steinþórsson 2, Jón Axel Guðmundsson 2/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.

Þór Þ.: Mike Cook Jr. 15/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13/7 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/15 fráköst/3 varin skot, Nemanja Sovic 12/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 3, Emil Karel Einarsson 2, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Matthías Orri Elíasson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0.