Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 25. júní 1999 kl. 22:02

GRINDVÍKINGAR AF BOTNSVÆÐINU

Grindvíkingar sigruðu Keflvíkinga örugglega 2-0 sl. sunnudag og skildu Keflvíkingar eftir í botnbaráttunni. Keflvíkingar voru miklu sterkari í fyrri hálfleik en áttu ekki erindi sem erfiði við mark heimamanna. Grindvíkingar sneru þróuninni við í seinni hálfleik og komust yfir með marki Skotans Alisters McMillans, sem fram að því hafði verið einn slakasti leikmaður vallarins, á 53 mínútu. Markið hleypt auknu sjálfstrausti í heimamenn sem hreinlega tóku völdin á miðjunni og sóttu stíft næstu mínútur og skoruðu aftur á 70 mínútu. Rak þar Sinisa Kekic smiðshöggið á góða sókn með óverjandi þrumufleyg. Keflvíkingar fækkuðu í vörn sinni og fjölguðu sóknarmönnum enda ekkert annað hægt að gera í stöðunni. Þrátt fyrir breytinguna voru það heimamenn sem fengu færin og einungis snilldarmarkvarkvarsla Bjarka kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri en hann lokaði markinu þrisvar gegn erlendri framvarðarsveit Grindvíkinga. Grindavíkurliðið lék vel og voru Stevo Vorkapic og Grétar Hjartarson þeirra bestu menn en Bjarki Guðmundsson stóð sig best Keflvíkinga og verður ekki sakaður um mörkin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024