Grindvíkingar á toppnum í kvennaboltanum
Grindvíkingar eru á toppi 1. deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Álftanesi. Fyrra mark leiksins var sjálfsmark en Lauren Brennan skoraði síðara mark Grindvíkinga sem voru mun sterkari aðilinn í leiknum. Á toppi B-riðils 1. deildarinnar eru þrjú lið með níu stig en Grindvíkingar hafa hagstæðustu markatöluna.
Næsti leikur liðsins er á útivelli í 16 liða úrslitum bikarsins gegn Þór/KA á morgun laugardaginn 11. júní klukkan 16:30.