Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar á sigurbraut
Grindvíkingar eru heitir þessa dagana.
Föstudagur 22. janúar 2021 kl. 10:01

Grindvíkingar á sigurbraut

Grindvíkingar eru á sigurbraut í Domino's deild karla í körfubolta en þeir sigruðu Hauka í HS-Orku höllinni í gærkvöldi. Lokatölur urðu 82-75.
Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og leiddu leikinn með 10 stiga mun eftir fyrsta leikhluta. Haukamenn áttu erfitt uppdráttar og náðu ekki að saxa á forskot Grindvíkinga í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 47-34 fyrir þá gulklæddu.
Bandraríski leikmaður Grindavíkur, Eric Wise  fór útaf í byrjun seinni hálfleiks vegna meiðsla en Joonas Jarvelainen steig upp og spilaði stóra rullu í liði Grindavíkur og var með 16 stig og 6 fráköst í fyrri hálfleik. Haukar áttu fína spretti í þriðja leikhluta en heimamenn héldu þó alltaf vænlegri forystu þangað til í lok fjórða leikhluta þegar gestirnir náðu að jafna leikinn. Lengra komust þeir ekki og Grindvíkingar sigldu sigrinum í höfn. 
Joonas Jarvelainen var frábær í leiknum og setti hann niður 20 stig og tók 9 fráköst en Kristinn Pálsson átti fantagóðan leik og var einnig með 20 stig ásamt því að rífa niður 7 fráköst. Þar á eftir kom Dagur Kár Jónsson með 17 stig. Ingvi Þór Guðmundsson náði sér ekki á flug í sínum fyrsta leik gegn uppeldisfélagi sínu og skoraði 5 stig fyrir Hauka. 
Grindavík-Haukar 82-75 (23-13, 24-21, 15-22, 20-19)

Grindavík: Joonas Jarvelainen 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 20/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17, Þorleifur Ólafsson 8/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Jens Valgeir Óskarsson 2, Johann Arni Olafsson 0, Eric Julian Wise 0, Bragi Guðmundsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0.
Haukar: Breki Gylfason 16/10 fráköst, Emil Barja 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Brian Edward Fitzpatrick 15/11 fráköst, Austin Magnus Bracey 9, Hansel Giovanny Atencia Suarez 5/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Ágúst Goði Kjartansson 4, Yngvi Freyr Óskarsson 2, Hilmar Pétursson 2, Ragnar Agust Nathanaelsson 2/4 fráköst, Þorkell Jónsson 0.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024