Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvík semur við erlendan leikmann
Föstudagur 7. ágúst 2009 kl. 13:53

Grindvík semur við erlendan leikmann

Grindvíkingar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir komandi átök í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í vetur. Þegar hafa samið við erlendan leikmann að nafni Amani Daanish en hann er bandarískur og lék við góðan orðstír í næst efstu deild í Finnlandi á síðustu leiktíð.


Hann er 26 ára, 200 sm og 99 kg framherji. Hann spilaði með Indiana State Sycamores í bandaríska háskólaboltanum en Larry Bird er bæði stigahæsti og frákastahæsti leikmaðurinn í sögu skólans. Daanish var með 11,0 stig og 6,6 fráköst í leik á lokaári sínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þar með er ljóst að Nick Bradford mun ekki klæðast gulu treyjunni á næstu leiktíð en hann lék með Grindvíkingum á lokasprettinum í fyrra sem rétt varð af Íslandsmeistaratitlinum eftir æsið einvígi við KR. Tommy Johnson sem lék með Keflavík keppnistímabilið 2007-2008 mun leika með KR á næstu leiktíð en hann samdi við Vestubæjarliðið fyrir skömmu.

VF-Mynd/Hilmar Bragi: Þorleifur Ólafsson fékk nýjan liðsfélaga í dag.