Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavíkurvöllur verður Mustad-völlurinn
Mánudagur 6. maí 2019 kl. 15:15

Grindavíkurvöllur verður Mustad-völlurinn

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert styrktarsamning við Mustad Autoline AS frá Noregi.  Samningurinn felur í sér að heiti vallarins breytist úr því að vera Grindavíkurvöllur í það að vera Mustad völlurinn.
 
Mustad hefur verið í góðu samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækin í Grindavík og hefur einnig verið með samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur þar sem íþróttahúsið hefur verið kallað Mustad-höllin.
 
Á meðfylgjandi mynd er Sigurður Óli Þorleifsson að skrifa undir fyrir hönd Mustad og Gunnar Már Gunnarsson formaður knd. Grindavíkur.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024