Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavíkurstúlkur unnu stórsigur
Frá leik Grindavíkur og Augnabliks fyrr í sumar
Fimmtudagur 18. júní 2015 kl. 19:40

Grindavíkurstúlkur unnu stórsigur

Enn taplausar og á góður róli

Kvennalið Grindavíkur í knattspyrnu er á frábæru skriði í B-riðli 1. deildar kvenna en liðið lagði Hvíta riddarann á þriðjudagskvöldið á útivelli 0-10.

Það var aldrei spurning um hvort liðið færi með sigur af velli á Tungubakkavelli og var staðan orðin 0-4 í hálfleik. Grindvíkingar héldu áfram að þjarma að heimakomnum í þeim síðari og unnu að lokum tíu marka sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mörk Grindavíkur skoruðu þær Margrét Albertsdóttir (3), Helga Guðrún Kristinsdóttir (2), Guðrún Bentína Frímannsdóttir (2), Lára Rut Sigurðardóttir (2) og Dröfn Einarsdóttir.

Grindavík er í toppmálum í B-riðli eins og áður segir, taplausar, með fullt hús stiga og markatöluna 21-3.