Grindavíkurstúlkur tapa gegn KR
Grindavíkurstúlkur töpuðu í dag fyrir KR-íngum í úrvalsdeild kvenna í körfu 59:91. Petrúnella Skúladóttir var með 19 stig og Ólöf Pálsdóttir 18 stig fyrir Grindavíkinga sem greinilega sakna Jessicu Gaspar mikið.Jessica sem er meidd mun væntanlega ekki spila meira með Grindavíkurstúlkum á þessu tímabili og því má ekki búast við að þær blandi sér mikið í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn í ár.