Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavíkurstúlkur stóðu í Keflavík
Keflavíkurstúlkur innbyrtu góðan sigur á Grindavík.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 19. desember 2019 kl. 11:41

Grindavíkurstúlkur stóðu í Keflavík

Keflavíkurstúlkur þurftu að hafa fyrir sigrinum gegn botnliði Grindavíkur í Domino’s deildinni í körfubolta í gær. Þær unnu nauman sigur 72-67 og skildu granna sína eftir á botninum þar sem þær hafa verið allt mótið.

Grindavíkurstúlkur, drifnar áfram af fyrrum leikmanni Keflavíkur, Bríet Sif Hinriksdóttur sýndu Keflvíkingum enga miskunn og áttu einn sinn besta leik á tímabilinu. Þær leiddu meirihlutann af leiknum, mest með 7 stigum, 59:52. Keflavík komst yfir í blálokin til að tryggja sigurinn. Daniela W. Morillo skoraði 29 stig og tók 15 fráköst hjá Keflavík og Katla Rún Garðarsdóttir skoraði 17. Hjá Grindavík var Bríet Sif stigahæst með 16 stig og 7 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík er í 2.-3. sæti með KR, aðeins tveimur stigum á eftir Val sem hefur tapað síðustu tveimur leikjum. Grindavík er á botninum með ekkert stig.

Keflavík-Grindavík 72-67 (25-26, 11-10, 12-15, 24-16)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 29/15 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 17, Þóranna Kika Hodge-Carr 12/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5/7 fráköst, Elsa Albertsdóttir 5/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/8 fráköst/8 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.

Grindavík: Bríet Sif Hinriksdóttir 16/7 fráköst, Hrund Skúladóttir 13/6 fráköst, Jordan Airess Reynolds 11/12 fráköst/10 stoðsendingar, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 11/9 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 7, Vikoría Rós Horne 6, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 0, Hekla Eik Nökkvadóttir 0, Hulda Björk Ólafsdóttir 0