Grindavíkurstúlkur með tap á heimavelli
Grindavík tapaði naumlega á móti Snæfell í gærkvöldi í Röstinni í Iceland Express deild kvenna. Lokatölur urðu 77-82, eða 5 stiga sigur Snæfells. Snæfell tók leikinn í sínar hendur strax í byrjun og hélt forystunni allan leikinn. Grindavík voru ekki langt frá þeim mest allan tíman en munurinn fór mest í 15 stig og minnst í 1 stig.
Janese Banks var stigahæst hjá liði Grindavíkur með 23 stig og 14 fráköst. Helga Hallgrímsdóttir var með 16 stig og 11 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir var með 15 stig og Agnija Reke var með 13 stig.
Monique Martin var stigahæst hjá liði Snæfells og í leiknum með 34 stig og 20 fráköst. Laura Audere var með 20 stig og 9 fráköst og Berglind Gunnarsdóttir var með 11 stig.