Grindavíkurstúlkur með sannfærandi sigur í Röstinni
Grindavíkurstúlkur sýndu ótrúlegan karakter og náðu í sinn annan sigur á leiktíðinni þegar þær sigruðu Njarðvík í Iceland Express deildinni í körfubolta í Grindavík í kvöld. Sannfærandi sigur Grindavíkur og lokatölur urðu 88-80.
Grindavík byrjaði af miklum krafti og eftir fyrsta leikhluta leiddu þær leikinn 35-15. Njarðvíkurstúlkur komu þó til baka og var staðan í hálfleik 49-40, Grindavík í vil. Í öðrum leikhluta kom upp óvenjulegt atvik en dómararnir gleymdu bónus Njarðvíkinga. Þeir gátu þó leiðrétt mistökin þar sem boltinn var ekki kominn í leik í annað skipti eftir mistökin og fengu Njarðvíkurstúlkur vítin sín tvö. „Við getum leiðrétt mistök svo lengi sem boltinn fer ekki tvisvar í leik eftir mistökin og við gerðum það. Það má leiðrétta mistök ef um þrjá liði er að ræða og er þetta einn af þeim,“ sagði Georg Andersen, annar dómara leiksins.
Grindavíkurstúlkur héldu forskotinu út í seinni hálfleik þó Njarðvík hafi sótt verulega að þeim og unnu þær sannfærandi sigur. Stigahæst hjá Grindavík var Crystal Ann Boyd með 28 stig en næst á eftir henni var Agnija Reke með 16 stig. Shayla Fields var stigahæst hjá Keflavík með 25 stig en hún spilaði rúmar 39 mínútur.
VF-Myndir/siggijóns