Grindavíkurstúlkur lágu heima
Grindvíkingar töpuðu í gær mikilvægum leik í Powerade-bikar kvenna í körfubolta þegar Valskonur komu í heimsókn í Röstina. Lokatöur urðu 70-78 en segja má að úrslitin hafi ráðist í 3. leikhluta þar sem Valskonur voru töluvert sterkari. Hjá Grindavík var Crystal Smith með 24 stig en hún stal auk þess 7 boltum og átti 7 stoðsendingar. Berglind Anna Magnúsdóttur var svo með 14 stig og Petrúnella Skúladóttir gerði 12 stig.
Tölfræðin:
Grindavík: Crystal Smith 24/4 fráköst/7 stoðsendingar/7 stolnir, Berglind Anna Magnúsdóttir 14/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 12/7 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Helga Rut Hallgrímsdóttir 3/9 fráköst, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Eyrún Ösp Ottósdóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 0.