Grindavíkurstúlkur Íslandsmeistarar í 8. flokki kvenna
S.l. helgi lauk keppni í 8. flokki kvenna með fjölliðamóti í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvíkurstúlkur lentu í öðru sæti og Grindavík landaði Íslandsmeistaratitlinum sjálfum með glæsibrag. Þjálfari Grindvíkinga er Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður meistaraflokks félagsins.
Við óskum Grindavíkurstúlkum og þjálfara þeirra til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!