Grindavíkurstúlkur í stuði
Unnu 6-1 sigur gegn Fjarðarbyggð
Grindvíkingar unnu strtsigur á Fjarðarbyggð í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Lokatölur urðu 6-1 Grindvíkingum í vil en leikið var á heimavelli þeirra gulklæddu. Grindvíkingar byjuðu með látum og eftir þriggja mínútna leik var staðan orðin 2-0. Fjarðarbyggð náði að minnka muninn fljótlega en eftir það sáu þær ekki til sólar aftur. Áður en fyrri hálfleik lauk þá höfðu Grindvíkingar bætt við tveimur mörkum til viðbótar og önnur tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks fylgdu í kjölfarið.
Margrét Albertsdóttir Mark 2. mín
Anna Þórunn Guðmundsdóttir Mark 3. mín
Ágústa Jóna Heiðdal Mark 29. mín
Anna Þórunn Guðmundsdóttir Mark 34. mín
Margrét Albertsdóttir Mark 50. mín
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir Mark 55. mín