Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

  • Grindavíkurstúlkur í Pepsi-deildina
    Það var fagnað í leikslok. VF-mynd: hilmarbragi
  • Grindavíkurstúlkur í Pepsi-deildina
    Það var fagnað í leikslok. VF-mynd: hilmarbragi
Föstudagur 23. september 2016 kl. 19:38

Grindavíkurstúlkur í Pepsi-deildina

Grinda­vík tryggði sér í dag sæti í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu með sigri á ÍR á Grindavíkurvelli. Grindavík vann einnig fyrri leik liðanna í útslitaviðureigninni um sæti í efstu deild, Pepsi-deildinni, að ári. Úrslit leiksins í dag voru 1-0 fyrir Grindavík en Grindavíkurstúlkur unnu fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu og því samanlagt 3:0.

Norður-Írinn Laura Brenn­an skoraði á 37. mín­útu og það réð úr­slit­um. Emma Higg­ins, markvörður Grinda­vík­ur og landsliðsmarkvörður Norður-Íra um ára­bil, fékk rauða spjaldið þegar hálf­tími var eft­ir af leikn­um.

Hauk­ar og Kefla­vík mæt­ast í hinu úr­slita­ein­vígi 1. deild­ar­inn­ar og seinni leik­ur þeirra hefst á Ásvöll­um klukk­an 19:15.

Kefla­vík vann fyrri leik­inn á sín­um heima­velli, 1:0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024