Grindavíkurstúlkur í Pepsi-deildina
	Grindavík tryggði sér í dag sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu með sigri á ÍR á Grindavíkurvelli. Grindavík vann einnig fyrri leik liðanna í útslitaviðureigninni um sæti í efstu deild, Pepsi-deildinni, að ári. Úrslit leiksins í dag voru 1-0 fyrir Grindavík en Grindavíkurstúlkur unnu fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu og því samanlagt 3:0.
	
	Norður-Írinn Laura Brennan skoraði á 37. mínútu og það réð úrslitum. Emma Higgins, markvörður Grindavíkur og landsliðsmarkvörður Norður-Íra um árabil, fékk rauða spjaldið þegar hálftími var eftir af leiknum.
	
	Haukar og Keflavík mætast í hinu úrslitaeinvígi 1. deildarinnar og seinni leikur þeirra hefst á Ásvöllum klukkan 19:15.
	
	Keflavík vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 1:0.


 
	
						 
	
						


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				