Grindavíkurstúlkur í efri deild að ári
2. flokkur kvenna í fótbolta frá Grindavík tryggði sér sæti í efstu deild með sigri á ÍR í gær. Lokastaðan var 3-2, en ÍR hafði unnið alla leiki sína fram að því.
Grindavíkurstúlkur komust yfir eftir vel útfærða sókn sem endaði með sjálfsmarki gestanna. Annað markið skoraði Elínborg Ingvarsdóttir eftir góða sendingu frá Önnu Þórunni Guðmundsdóttur, en ÍR jafnaði áður en flautað var til hálfleiks.
Grindavíkurstúlkur tóku sig á í seinni hálfleik og komust yfir þegar lítið var eftir af leiknum. Þar var að verki Kristín Harpa Sigurfinnsdóttir, en hún lék glæsilega á varnarmann eftir góða sendingu frá Önnu Þórunni og skoraði með góðu skoti, staðan 3-2.
Fram kemur á heimasíðu Grindavíkur að allar stúlkurnar stóðu sig mjög vel í leiknum. Kristín Karlsdóttir átti stórleik á miðjunni, Anna Þórunn var mjög góð í sókninni og þá hafi endurkoma Guðfinnu Magnúsdóttur gífurlega góð áhrif á liðið.