Grindavíkurstúlkur fá Tindastól í heimsókn í átta liða úrslitum
Grindavík er komið í átta liða úrslit í Borgunarbikarkeppni kvenna. Þær fá Tindastól í heimsókn í Grindavík 24. júní. Þær sigruðu Sindra frá Höfn í Hornafirði 5:2 í 16. liða úrslitum. Það voru þær Elena Brynjarsdóttir, Rilany da Silva, Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Berglind Ósk Kristjánsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir sem skoruðu mörkin fyrir Grindavík.