Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar
Grindavík tryggði sér í dag bikarmeistartitil í 9. flokk kvenna eftir að hafa sigrað Hauka 49-41 í hreinum úrslitaleik í ÍM Grafarvogi.
Staðan í hálfleik var 31-20 og Grindavíkurstúlkur betri allan leikinn. Íris Sverrisdóttir var atkvæðamest Grindavíkur með 18 stig, 7 stolna bolta og 5 stoðsendingar. Alma Garðarsdóttir var með 11 stig. Jenný Óskarsdóttir var með 7 stig og hirti 11 fráköst. Anna Guðmundsdóttir var með 6 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta og Elínborg Ingvarsdóttir var með 10 fráköst í leiknum.
Tölfræði úr leiknum
Unglingaflokkur kvenna í Keflavík tapaði sínum bikarleik gegn Haukum 69-61 og misstu því af bikarnum.