Fimmtudagur 9. janúar 2003 kl. 09:27
Grindavíkurstúlkur áfram í bikarnum
Grindavík komst í gær áfram í bikarkeppni KKÍ og Doritos í kvennaflokki með sigri á Tindastól fyrir norðan, 80:52. Leikurinn var aldrei spennandi eins og tölurnar gefa til kynna en heimastúlkur börðust þó vel en það dugði ekki til.