Grindavíkurstúlkur á toppnum
Grindavík er komið með 4 stiga forskot í 1.deild kvenna eftir sigur á Völsung á laugardaginn. Staðan var 2-1 í hálfleik en stelpurnar spýttu í lófanna í seinni hálfleiknum og sigruðu 5-2.
Dernelle L Mascall og Margrét Albertsdóttir voru báðar með tvö mörk og svo skoraði Sara Hrund Helgadóttir úr víti á 73. mínútu.
Grindavík er því komið með 17 stig eftir sjö leiki. Fjölnir í öðru sæti með 13 stig en eiga tvo leiki til góða. Næst taka stelpurnar á móti KR og fer sá leikur fram á föstudaginn.
Grindavíkurstelpur hafa verið á léttu nótunum í sumar eins og sjá má t.d. á þessari mynd þar sem fyrirsögnin er að „Sýna þeim í tvo heimana“.