Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Hamar/Þór
Grindavík – Hamar/Þór 56:63 (19:14, 11:16, 11:12, 15:21)
Grindavík lék í gær gegn Hamar/Þór í Mustad-höllinni og töpuðu 56:63. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina eftir fyrsta leikhluta en Hamar/Þór hafði hafði jafnað í hálfleik og seig fram úr í þeim seinni.
Atkvæðamestar í liði heimamanna voru þær Hekla Eir Nökkvadóttir og Hulda Björk Ólafsdóttir, Hekla með sautján stig og tíu fráköst en Hulda var með sextán stig og stal boltanum fimm sinnum.
Grindavík: Hekla Eik Nökkvadóttir 17/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 16/5 stolnir, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 9, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Agnes Fjóla Georgsdóttir 3/5 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2/5 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 0, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Vikoría Rós Horne 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.