Íþróttir

Grindavíkurstelpur með öruggan sigur gegn Þór Akureyri
Stúkan í Smáranum var gul og blá í dag.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 18. nóvember 2023 kl. 16:05

Grindavíkurstelpur með öruggan sigur gegn Þór Akureyri

Það var tilfinningaþrungin stund í dag í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum en þá kepptu bæði lið Grindvíkinga í fyrsta sinn síðan hamfarirnar fóru af stað fyrir rúmri viku síðan. Kvennalið Grindvíkinga reið á vaðið og mætti liði Þórs frá Akureyri og vann öruggan sigur, 93-63.

Fyrirfram mátti búast við spennandi leik þar sem bæði lið hafa farið vel af stað í Subway deildinni þetta tímabilið. Grindavík var með 10 stig og Þór 8 en það var ljóst frá upphafi hvar sigurinn myndi enda, Grindavík tók strax stjórnina og leiddi í hálfleik, 41-23. Mestu munaði kannski í hittni liðanna fyrir utan þriggja stiga línuna, Grindavík setti 6/22 skotum sínum en Þór EKKERT úr 13 tilraunum. Danielle Rodriquez var stigahæst gulra með 15 stig en Lore Devos hluskörpust Akureyringanna með 10 stig.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Eftir fyrri hálfleikinn var nokkuð ljóst hvar sigurinn myndi enda, Þórskonur komu sér þó strax á blað í 3-stiga skori en sigurinn var allan tímann tiltölulega öruggur. Munurinn var 25 stig eftir þrjá leikhlutaa, 68-43 og ljóst að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir gular sem unnu að lokum öruggan sigur, 93-63.

Danielle var stigahæst Grindvíkinga með 24 stig, Hekla Eik Nökkva setti 18 stig og Hulda Björk Ólafsdóttir var með 16 stig.

Hjá Þórskonum var fyrrnefnd Lore með 23 stig og Madison Sutton var með 19.