Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavíkurstelpur í undanúrslit
Mynd af vef Grindavíkur
Mánudagur 19. ágúst 2013 kl. 09:21

Grindavíkurstelpur í undanúrslit

Grindavíkurstelpur lögðu Sindra örugglega 3-0 í B-deild 1. deildar kvenna og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Grindavík er í 2. sæti, stigi á eftir KR, og úrslitin í riðlinum ráðast því endanlega í lokaumferðinni og skiptir miklu máli upp á andstæðinga í undanúrslitum hvort Grindavík lendir í fyrsta eða öðru sæti riðilsins.

Lendi Grindavík í 2. sæti riðilsins mætir liðið Fylki í undanúrslitum 1. deildar en Fylkir virðist vera yfirburða lið í 1. deildinni. Vinni Grindavík riðilinn verða hins vegar Skagastúlkur andstæðingarnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Margrét Albertsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk Grindavíkur gegn Sindra en Dernelle L. Mascall það þriðja.

Í lokaumferðinni mætast:
KR-Fjölnir
Völsungur-Grindavík