Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavíkursigur í Vodafonehöllinni
Fimmtudagur 12. nóvember 2009 kl. 10:38

Grindavíkursigur í Vodafonehöllinni


Lið Grindavíkur sigraði lið Vals með 12 stiga mun þegar liðin mættust í gærkvöld í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni.
Jafnfræði var með í liðunum í fyrsta leikhluta en staðan var 11-10 þegar honum lauk.
Grindavíkurstúlkur voru sterkari í öðrum leikhluta, skoruðu 17-11 og höfðu fimm stiga forystu í hálfleik, 27-22.
Grindavík hafði undirtökin í seinni hálfleik, hélt andstæðingunum í skefjum sem skilaði 12 stiga sigri, 60-48.
Michele DeVault var stigahæst í liði Grindavíkur með 19 stig auk þess sem hún hirti 12 fráköst.
--

Mynd úr safni/JBO.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024