Grindavíkursigur í Ljónagryfjunni eftir framlengingu
Grindavík vann góðan útisigur í Dominos-deild kvenna en heil umferð fór fram í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja leikinn til knýja fram úrslit. Lokatölur urðu 72-79 fyrir Grindavík en staðan var 65-65 eftir venjulegan leiktíma.
Njarðvíkurstúlkur voru stálheppnar að ná framlengingu því Grindavíkurstúlkur klikkuðu á tveimur vítaskotum þegar aðeins sekúnda var eftir af leiknum. Grindavík var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og vann góðan sigur.
Crystal Smith var stighæst hjá Grindavík með 37 stig og tók einnig 12 fráköst. Petrúnella Skúladóttir kom næst með 20 stig. Hjá Njarðvík var Lele Hardy stigahæst með 35 stig og 25 fráköst. Eyrún Líf Sigurðardóttir kom næst með 14 stig. Grindavík og Njarðvík eru jöfn með sex stig eftir tíu leiki.
Njarðvík-Grindavík 72-79 (12-16, 13-12, 19-14, 21-23, 7-14)
Njarðvík: Lele Hardy 35/25 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Líf Sigurðardóttir 14/5 stoðsendingar, Salbjörg Sævarsdóttir 11/12 fráköst/4 varin skot, Erna Hákonardóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 4, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2.
Grindavík: Crystal Smith 37/12 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 20/13 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 12/11 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 8/7 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/4 fráköst.