Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavíkursigur í leik þeirra föllnu
Laugardagur 22. september 2018 kl. 15:55

Grindavíkursigur í leik þeirra föllnu

Grindavík fór með sigur af hólmi í viðureign Grindavíkur og FH í lokaumferð Pepsideildar kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu en leikið var í Grindavík í dag. Fyrir leikinn voru bæði liðin sem áttust við fallin og því aðeins leikið upp á stoltið.
 
Grindavík hafði betur með tvö núll sigri. Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði fyrir Grindavík um miðjan fyrri hálfleik og Rio Hardy bætti við marki skömmu fyrir leikslok úr vítaspyrnu. 
 
FH átti margar marktilraunir í leiknum en tókst ekki að skora.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024