Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavíkurliðin úr leik
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 14. júní 2020 kl. 17:18

Grindavíkurliðin úr leik

Grindavík er úr leik í Mjólkurbikarnum, bæði í karla og kvenna. Grindvíkingar tóku á móti ÍBV í Grindavík í gær og fóru leikar þannig að gestirnir úr Eyjum unnu stórsigur með fimm mörkum gegn einu.

Strax eftir 55 sekúndur höfð Eyjamenn skorað og voru komnir í tveggja marka forystu eftir sjö mínútur. Þannig var staðan í hálfleik en Eyjamenn bættu þremur mörkum við í síðari hálfleik en heimamenn í Grindavík klóruðu í bakkann með einu marki undir lokin. Gary Martin skoraði þrennu skoraði þrennu í leiknum fyrir ÍBV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag mættust svo Augnablik og Grindavík í Mjólkurbikar kvenna á Kópavogsvelli. Þar fór Augnablik með sigur, 5-0.

Myndirnar eru úr viðureign Grindavíkur og ÍBV í gær. VF-myndir: Hilmar Bragi

Grindavík - ÍBV // Mjólkurbikarinn 13. júní 2020